Bráðabirgðaútgáfa.

151. löggjafarþing — 96. fundur,  17. maí 2021.

Myndlistaskólinn í Reykjavík.

[13:35]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á menntun og menningu, ekki ætla ég að rengja það. En samt sem áður er það nú svo að ríkið rekur ekki skóla sem er sambærilegur við Myndlistaskólann í Reykjavík. Myndlistaskólinn í Reykjavík sinnir ákveðnum verkefnum og ákveðnum skyldum. Hann fyllir sem sé upp í ákveðið gat, má segja, sem ríkið sinnir ekki. Meðal annars sinnir þessi skóli undirbúningi fyrir listnám í Listaháskólanum. Það er því skylda ríkisins, og ekki síst ríkisstjórnar, sem leggur mikla áherslu á menningu og listir, að gera þessum skóla kleift að lifa og starfa. (Forseti hringir.) Mig langar því að ítreka spurningu mína og spyrja hæstv. ráðherra hvort hún hyggist beita sér fyrir því að skólanum verði tryggður viðunandi rekstrargrundvöllur.