Bráðabirgðaútgáfa.

151. löggjafarþing — 96. fundur,  17. maí 2021.

svar við fyrirspurn.

[13:53]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég vil bara taka undir óskir hv. þm. Ágústs Ólafs Ágústssonar um að forseti beiti sér. Forseti benti réttilega á að við getum átt í milliliðalausu samtali við ráðherra og það hefur hv. þingmaður sannarlega gert; hann hefur kallað eftir þessu, gott ef ekki ítrekað. Þegar ekkert gerist þá hlýtur maður að velta fyrir sér hvaða úrræði við höfum. Hæstv. forseti er nú einu sinni fulltrúi okkar gagnvart framkvæmdarvaldinu. Þó að þessi skrýtna uppsetning hér í þingsalnum blekki kannski fólk — hann ætti kannski að vera okkar megin eða ráðherrarnir annars staðar — þá held ég að við hljótum einhvern veginn að óska eftir því að hæstv. forseti hjálpi okkur í málinu.