151. löggjafarþing — 96. fundur,  17. maí 2021.

ferðagjöf.

776. mál
[16:36]
Horfa

Frsm. atvinnuvn. (Njáll Trausti Friðbertsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir að rannsókn á því hverjir hafa nýtt sér þetta og hverjir ekki væri mjög áhugaverð. Það er raunverulega hluti af þessu verkefni. Í þessu ferli ræddum við í atvinnuveganefnd að mjög áhugavert væri að sjá hverjir nýttu sér þetta, breyturnar eru til. Það sem kemur mögulega þar inn í eru persónuverndarlögin og aðrir hlutir. Reyndar er það svo með allt sem ríkið er að styrkja og ýta undir og hjálpa til með að það kemur úr ríkissjóði. Auðvitað er gott að hafa gott yfirlit og gagnsæi um það allt saman. Sem áhugamaður um rannsóknir í ferðaþjónustu fyndist mér svo sannarlega mjög áhugavert að sjá hvernig þessir fjármunir hafa runnið út. Það á við í þessu eins og svo mörgu öðru.