151. löggjafarþing — 97. fundur,  18. maí 2021.

lax- og silungsveiði.

345. mál
[14:27]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við erum að fara að greiða atkvæði um frumvarp um minnihlutavernd í veiðifélögum. Við Miðflokksmenn styðjum það náttúrlega en þarna er grein sem felur í sér mjög miklar breytingar á hæfniskröfum til þeirra sem skipa svonefnda matsnefnd sem gegnir þýðingarmiklu hlutverki. Eins og nú stendur á, miðað við gildandi lög, þurfa tveir af þremur nefndarmönnum að hafa hæfisskilyrði til að gegna embætti héraðsdómara. Það á að falla frá þessari kröfu þannig að engar kröfur eru gerðar um lögfræðilega þekkingu í þessari nefnd þar sem reynir mjög á lögfræðileg álitamál um vandaða málsmeðferð og annað af því tagi. Þess vegna höfum við lagt fram breytingartillögu um að þetta ákvæði frumvarpsins falli brott þannig að hér verði óbreytt ástand hvað þetta varðar. Miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem skipa þessa matsnefnd öndvert við það sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Ég hvet hv. þingmenn til þess að greiða breytingartillögu okkar hv. þm. Sigurðar Páls Jónssonar atkvæði sitt.