151. löggjafarþing — 97. fundur,  18. maí 2021.

fjölmiðlar.

367. mál
[16:15]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Um þetta var talsvert rætt í meðferð allsherjar- og menntamálanefndar um málið og þar komu fram ýmis sjónarmið. Meðal annars var dregið fram að rekstrarstaða þeirra sem kannski má kalla stóru eða stærri fjölmiðlana er og hefur verið mjög erfið undanfarin ár og hefur farið versnandi, þannig að það er eitt sjónarmið í þessu. Ég held hins vegar að skoða þurfi mjög vel í framkvæmdinni hvort það þurfi að koma frekar til móts við minni miðlana og líkt og ég nefndi í framsöguræðu minni held ég að horfa þurfi sérstaklega til staðbundinna miðla sem eru að gefa út til að mynda héraðsfréttablöð. Það þurfi að horfa til reynslunnar af þessu frumvarpi þegar málið verður skoðað. Þetta er eitthvað sem var rætt og ég held að við þurfum bara að hafa halda áfram að hafa augun á.