Bráðabirgðaútgáfa.

151. löggjafarþing — 97. fundur,  18. maí 2021.

fjölmiðlar.

367. mál
[19:21]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er alveg augljóst að við getum ekki talað um frjálsa og sjálfstæða fjölmiðla sem eru háðir stuðningi ríkisvaldsins. Það segir sig bara sjálft. Við erum einfaldlega að búa til eitthvert millifærslukerfi frá skattgreiðendum til einhvers einkareksturs til að halda honum á lífi — við þekktum það í gamla daga með afleitum árangri í útgerð, í bæjarútgerðum og alls konar útgerðum, endalausir millifærslusjóðir, allt frá skattgreiðendum til að halda lífi í einhverjum rekstri — í staðinn fyrir að búa til einhverja umgjörð, eitthvert kerfi þar sem er alvörusamkeppnisrekstur, alvörurekstur í þessari mikilvægu grein. Fjölmiðlar eru mikilvægir en þetta er ekki leiðin.