151. löggjafarþing — 98. fundur,  19. maí 2021.

stefna Íslands í málefnum norðurslóða.

750. mál
[13:52]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Það er gott að sjá hve mikil samstaða er hér í þingsal um stefnu okkar í norðurslóðamálum. Norðurslóðamálin eru mikilvægur málaflokkur sem hefur farið sívaxandi á síðustu árum og við sjáum það helst á þeirri athygli sem fundurinn í Norðurskautsráðinu fær nú. Því er mikilvægt að við höfum skýra stefnu sem tekur bæði á þeim tækifærum sem eru að skapast á svæðinu en líka á ógnum. Ég ætla bara að óska okkur öllum til hamingju með þessa stefnu. Við verðum að sjá til þess að henni verði fylgt eftir á næstu árum.