Bráðabirgðaútgáfa.

151. löggjafarþing — 98. fundur,  19. maí 2021.

fjölmiðlar.

367. mál
[14:01]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég held að í grunninn megi segja um þetta mál að markmiðið sé gott en málið sé vont. Nú liggur fyrir að málið hefur verið kallað aftur til nefndar, vonandi til breytinga og vonandi að við förum þá loks að ræða kjarna málsins og um ástæður þess að staða íslensks fjölmiðlaumhverfis er með þeim hætti sem reyndin er. Ég vona að niðurstaðan geti orðið sú að við séum að byggja hér upp eðlilegt og heilbrigt samkeppnisumhverfi sem styður og eflir íslenska fjölmiðla til lengri tíma litið. Ég ætla því að halda mig við það að sjá hverjar lyktir málsins verða áður en ég tek endanlega afstöðu til þessa máls.