Bráðabirgðaútgáfa.

151. löggjafarþing — 98. fundur,  19. maí 2021.

fjölmiðlar.

367. mál
[14:02]
Horfa

Páll Magnússon (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í ljósi þeirrar gríðarlegu skekkju sem einkareknir fjölmiðlar mega búa við á íslenskum auglýsingamarkaði tel ég réttlætanlegt að grípa til þeirra aðgerða sem felast í þessu frumvarpi með tímabundnum hætti, með skýru sólarlagsákvæði þannig að tóm gefist til að taka sérstaklega á þeim tveimur skekkjuvöldum sem verstir eru hér, þ.e. mikil fyrirferð Ríkisútvarpsins á þessum markaði og nýtilkomin fyrirferð skattlausra og skyldulausra útlenskra fyrirtækja á sama markaði. Bæði þessi mál eru nú til endurskoðunar og vonast ég til að tíminn sem gefst með þessu sólarlagsákvæði dugi til þess að finna þessum málum réttlátari farveg þannig að ekki þurfi að koma til beinnar ríkisaðstoðar lengur en sem þessum tíma nemur fyrir einkarekna fjölmiðla á Íslandi.