Bráðabirgðaútgáfa.

151. löggjafarþing — 98. fundur,  19. maí 2021.

aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum.

456. mál
[14:17]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Enn einu sinni erum við að greiða atkvæði um þetta mál. Í hvert einasta skipti sem maður kemur upp til að greiða atkvæði um málið og styðja það heldur maður að það sé í síðasta skiptið. Ég vona heitt og innilega að þetta sé í síðasta skiptið, að núna taki þeir sig til sem eiga að sjá um að semja og klári það. Þetta getur ekki verið svona rosalega flókið. Það er alveg óþolandi að hafa ár eftir ár óleyst mál um starfsumhverfi þeirra sem eru með NPA. Því verður að ljúka núna. Ég vona heitt og innilega að við séum í síðasta skiptið að greiða um það atkvæði. Ég styð málið núna en ég óttast það mest að það komi aftur inn að ári, enn einu sinni.