151. löggjafarþing — 100. fundur,  25. maí 2021.

kjör lífeyrisþega og skerðingar.

[13:32]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Dregið úr skerðingum. Ég verð að vera algjörlega ósammála hæstv. forsætisráðherra vegna þess að staðreyndirnar tala sínu máli. Ég með tölurnar. Ég fékk svar frá félags- og barnamálaráðherra um skerðingarnar í dag. Síðan hef ég til samanburðar skerðingar sem komu fram árið 2017. Á því tímabili er hækkunin 20 milljarðar, heildarskerðingar í kerfinu fara úr 47 milljörðum í 67,5 milljarða. Þegar hæstv. forseti talar um að krónu á móti krónu skerðingin hafi minnkað hjá öryrkjum er það rangt. Vegna keðjuverkandi skerðinga skilar það sér ekki. Það skilar sér ekki til þeirra og ég er með tölur um öryrkja. Lífeyristekjur í almannatryggingakerfinu, 18 milljarða skerðing, atvinnutekjur, 5 milljarða skerðing í dag, og lífeyrissjóðir, 11,2 milljarðar í skerðingar. Það eru stórauknar skerðingar hjá öryrkjum og líka í kerfinu í heild.