151. löggjafarþing — 100. fundur,  25. maí 2021.

fjölmiðlar.

367. mál
[14:33]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þessi atkvæðagreiðsla er söguleg því að hér er verið að stíga langþráð skref. Markmið laganna er að efla einkarekna fjölmiðla, auka fjölmiðlafrelsi og styrkja stöðu fjölmiðla til að sinna sínu lýðræðislega hlutverki.

Virðulegi forseti. Aðdragandi þessarar atkvæðagreiðslu er langur þar sem frumvarpið byggir á tillögu starfshóps sem skipaður var árið 2016. Það er fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð jafnvel þó að hann kunni að vera sá fyrsti af mörgum til að efla íslenska fjölmiðla. Fyrirmyndin er norræn. Í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð eru veittir beinir og óbeinir ríkisstyrkir til fjölmiðla.

Virðulegi forseti. Við þurfum að fylgjast náið með þróun mála næstu árin og grípa inn í ef þörf krefur til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi.

Ég segi já.