151. löggjafarþing — 100. fundur,  25. maí 2021.

fjölmiðlar.

367. mál
[14:43]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S):

Virðulegur forseti. Hugmyndin með þessu lagafrumvarpi var að rétta hlut einkarekinna fjölmiðla í óréttmætri samkeppni við ríkisfjölmiðilinn Ríkisútvarpið. Það hefur ekki tekist heldur er hér þvert á móti bætt í það óréttlæti sem ríkir á fjölmiðlamarkaði. Einkareknir fjölmiðlar eru hér gerðir að ríkisfjölmiðlum, tekið skref í þá átt, en ekki í neinu tekið á hlutverki og starfsemi Ríkisútvarpsins sem hefði þó þurft að gera. Ég styð ekki þetta frumvarp.

Ég segi nei.