151. löggjafarþing — 100. fundur,  25. maí 2021.

loftferðir.

613. mál
[14:55]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Mig langar bara í lokaumræðu þessa máls sem hefur, eins og hv. framsögumaður, Ari Trausti Guðmundsson, hefur kom inn á, farið nokkru nokkrum sinnum inn og út úr þessum sal og inn til nefndar að segja að ég er efins um að nauðsyn lagasetningar sé raunverulega til staðar í málinu. Ég held að við ættum að passa okkur á því að mál sem má færa með einum eða öðrum hætti undir hatt Covid-aðgerða viðhaldi þeirri stöðu ekki að eilífu. Það er bara þannig að þetta mál kom fram í miklum flýti fyrir hartnær tveimur mánuðum. Það hafa orðið töluverðar breytingar á löggjöf sóttvarna í millitíðinni og þegar að atkvæðagreiðslu kemur mun þingflokkur Miðflokksins sitja hjá við þá atkvæðagreiðslu. Ég vil taka það fram að þær breytingar á málinu sem hafa verið gerðar í nefndinni eru til bóta. En ég vil bara halda því til haga að mér þykir blasa við að nauðsyn lagasetningar er ekki til staðar.