151. löggjafarþing — 101. fundur,  26. maí 2021.

loftferðir.

613. mál
[13:40]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Mig langar með svipuðum hætti og í gær að halda því til haga að þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu í meðförum nefndarinnar eru prýðilegar. Ég vil hrósa hv. framsögumanni, Ara Trausta Guðmundssyni, fyrir vinnu hans í þessu máli þó að við séum svo sem ósammála um það að tilefni lagasetningarinnar sé ekki lengur til staðar. En rétt eins og í gær mun þingflokkur Miðflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna í ljósi þess að nauðsyn lagasetningar er ekki lengur til staðar. Ég þakka nefndinni engu að síður fyrir góða vinnu og hv. þm. Ara Trausta Guðmundssyni alveg sérstaklega.