151. löggjafarþing — 102. fundur,  27. maí 2021.

lífeyrir almannatrygginga og neysluviðmið.

[13:13]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Ísland er með heimsmet í skerðingum og það er bætt inn í kerfið. En ef þú bætir inn í kerfið þá er bara skert annars staðar, það skilar sér ekki. Það sem er kannski furðulegast er að svör ráðherra sýna fram á 5 milljarða skerðingu á ári í tíð þessarar ríkisstjórnar, 20 milljarðar í heildina. Ég spyr líka, af því að hann svaraði því ekki: Hvers vegna í ósköpunum er ekki reiknað út rétt framfærsluviðmið? Hvers vegna viljið þið ekki að hafa rétt framfærsluviðmið sem gæti komið í veg fyrir að fólk svelti? Eigum við ekki a.m.k. til bráðabirgða að hækka framfærslu almannatrygginga tímabundið, hækka frítekjumörkin svo fólk nái endum saman meðan vinna fer í gang við að endurskipuleggja kerfið sem við erum þó sammála um að er meingallaður bútasaumaður óskapnaður.