151. löggjafarþing — 102. fundur,  27. maí 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[18:09]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek heils hugar undir orð hv. þingmanns og ég tek undir spurningu hv. þingmanns líka. Ég ætla mér varla þá dul að svara henni nema ég leyfi mér þó allra auðmjúklegast að nefna það að slíku kalli kann að vera svarað þegar jafnaðarmenn eru við stjórnvölinn. Það er fyrirhuguð breytingartillaga frá okkur í Samfylkingunni, rétt að nefna það, sem kemur fram í næstu viku um að námsmenn fái atvinnuleysisbætur, sem er sjálfsagt réttlætismál og ekki síst vegna þeirrar stöðu sem margir námsmenn eru nú í og hv. þingmaður lýsti ágætlega. Ég vona svo sannarlega að vel verði tekið í þá tillögu.