151. löggjafarþing — 103. fundur,  31. maí 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[13:53]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er undirliggjandi vandi í ríkisbúskapnum og hann hefur blasað við lengi. Það hefur lengi verið bent á það að ríkissjóður var orðinn ósjálfbær áður en kom til hinar umtöluðu Covid-kreppu. Það þarf að taka til hendinni víða í ríkisfjármálunum. Við þurfum að geta siglt í gegnum framtíðina næstu árin án þess að hækka skatta og án þess að skerða þjónustu. En við þurfum að fá meira fyrir þau framlög sem við leggjum inn á þann vettvang. Við í Viðreisn kusum að þessu sinni að leggja ekki fram neinar breytingartillögur við þessa áætlun enda vitatilgangslaust, ekkert er á þær hlustað. Aðrir flokkar í stjórnarandstöðu hafa lagt fram hugmyndir sem að mínu mati eru býsna stórkarlalegar og lítt fjármagnaðar. Við stundum ekki pólitík af því tagi.