151. löggjafarþing — 103. fundur,  31. maí 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[14:05]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða nokkurs konar leiðarlýsingu fyrir næstu fjögur árin, sem við erum að fara að greiða atkvæði um. Samfylkingin leggur fram breytingartillögur sem við vonumst til að verði samþykktar en það er kannski ekki alveg á vísan að róa með það. En fyrst og fremst eiga þó þessar vel unnu og vandlega útfærðu tillögur okkar að sýna að til er önnur leið en sú sem hér stendur til að fara næstu fjögur árin. Þannig pólitík stundum við.