151. löggjafarþing — 103. fundur,  31. maí 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[14:12]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér er um að ræða breytingartillögu Samfylkingarinnar til að létta á biðlistum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í heilbrigðiskerfinu. Biðlistar hafa lengst jafnt og þétt í tíð þessarar ríkisstjórnar, hvort sem um er að ræða biðlista í nauðsynlegar skurðaðgerðir eða nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu við börn, ungmenni og fullorðna, biðlista sem hægt væri að stytta ef hæstv. heilbrigðisráðherra væri reiðubúinn að framfylgja vilja Alþingis og niðurgreiða nauðsynlega sálfræðiþjónustu fyrir allan almenning. Biðlistamenning ríkisstjórnarinnar er gríðarlega kostnaðarsöm í öllum öngum samfélagsins og er þessi tillaga okkar viðleitni til að minnka það tjón.