151. löggjafarþing — 103. fundur,  31. maí 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[14:16]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ef Ísland á að vera barnvænt samfélag, eins og við jafnaðarmenn ætlum okkur eftir kosningar, verðum við að styðja við fleiri barnafjölskyldur í landinu. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru barnabætur ekki tekjutengdar en í Danmörku byrja þær að skerðast við mjög há laun. En hér á landi byrja barnabætur að skerðast við 351.000 kr. á mánuði og fólk með meðaltekjur fær engar barnabætur. Við þurfum að breyta þessu og við leggjum til að foreldrar með 600.000 kr. á mánuði fái óskertar barnabætur. Það er löngu tímabært, forseti, að við horfum til norrænna ríkja, norrænna velferðarríkja, þegar kemur að stuðningi við barnafólk.