151. löggjafarþing — 103. fundur,  31. maí 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[14:21]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Ég fór aðeins yfir kostnaðargreiningar ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum í ræðu um þessi mál. Miðað við kostnaðarmat ríkisstjórnarinnar sjálfrar vantar 4 milljarða til að uppfylla skuldbindingar til að breyta stefnunni úr 40% minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda upp í 55% minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er einfaldlega fjármagn sem vantar til þess að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar samkvæmt hennar eigin kostnaðargreiningu — varlega áætlað, ég tek það fram. Ef ríkisstjórnin ætlar að hafna þessu þá finnst mér það mjög áhugavert.