151. löggjafarþing — 103. fundur,  31. maí 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[14:23]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Hér gefst hv. þingmönnum og hæstv. ráðherrum svigrúm til að skipta um skoðun til að hjálpa okkar minnstu bræðrum og systrum og koma í veg fyrir að fátækt fólk haldi áfram að bíða eftir réttlæti. Þessar tillögur eru hóflegar. Þær eru ekki margar eins og þið sjáið. Spurningin snýst aldrei um hvort tillögurnar séu fjármagnaðar eða ekki því að það er til fjármagn fyrir þessum tillögum. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram frumvörp til að sýna fram á hvernig við getum náð í yfir 100 milljarða kr. kviss búmm bang með breyttum áherslum. Ég skora á alla að fjármagna sálfræðikostnað, að eyða biðlistum, að draga úr kjaragliðnun, að hækka lágmarkslaun og gefa fólkinu í landinu öllu kost á því að eiga fyrir salti í grautinn.