151. löggjafarþing — 103. fundur,  31. maí 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[14:25]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ef þessi ríkisstjórn heldur saman eftir kosningar er ljóst, samkvæmt þessari áætlun sem stjórnarliðar virðast ætla að samþykkja, að kjör aldraðra og öryrkja munu ekki verða bætt á næsta kjörtímabili. Löggæslan verður áfram fjársvelt. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu, hvort sem er eftir skurðaðgerðum eða geðheilbrigðisþjónustu, munu halda áfram að lengjast. Listarnir hafa lengst vegna Covid og styttri vinnuviku og það á ekki að taka á því. Metnaðarleysið í loftslagsmálum er algjört. Ríkisstjórnin boðar leið niðurskurðar, boðar gamaldags leið sem meira að segja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur varað við.

Ég segi nei.