151. löggjafarþing — 103. fundur,  31. maí 2021.

aukið samstarf Grænlands og Íslands.

751. mál
[14:30]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Virðulegi forseti. Ég styð þessa tillögu eins og við öll hér í þessum sal en vil bara benda á, eins og kemur fram í nefndaráliti, að enginn Grænlendingur var kallaður á fund utanríkismálanefndar við vinnslu þessa máls. Það er skrýtið svo að ekki verði fastar að orði kveðið, en endurspeglar kannski það að litið sé á þá sem okkar litlu bræður og systur, eins og kom fram hjá einum nefndarmanni hér áðan. En málið er gott og ég vona að Grænlendingar séu sammála okkur um það.