151. löggjafarþing — 103. fundur,  31. maí 2021.

breyting á þingsályktun nr. 40/150 um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020--2024.

802. mál
[14:35]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að við skulum hér vera að afgreiða þessa þingsályktunartillögu um breytingu á fimm ára samgönguáætlun, staðfestingu á því að hægt verði að halda áfram og ljúka þeim verkefnum sem hafin voru með sérstöku fjárfestingarátak fyrir ári. Í framhaldi af afgreiðslu fjármálaáætlunar í lok síðasta árs er hægt að ljúka þessum verkefnum öllum innan næstu fimm ára.