151. löggjafarþing — 105. fundur,  2. júní 2021.

almenn hegningarlög.

550. mál
[14:34]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við vorum með breytingartillögur í fjármálaáætlun um daginn sem voru felldar aftur, við höfðum verið með þær áður, en þær snerust m.a. um eflingu lögreglunnar og Vinnumálastofnunar vegna vinnumansals. Ég var að velta fyrir mér hver þróunin hefði orðið síðan ákall kom um aukið fjármagn til að fylgjast með vinnumansali, hvort nefndin hefði fengið einhverja tölulega umfjöllun. Í nefndarálitinu er ekki fjallað um það hvernig þróunin á því hafi verið, hvernig hafi gengið að framfylgja því eftirliti sem var ábótavant á sínum tíma og var kallað eftir. Það væri áhugavert að heyra hvað fór fram í nefndinni um þá yfirferð.