151. löggjafarþing — 107. fundur,  4. júní 2021.

samþætting þjónustu í þágu farsældar barna .

354. mál
[13:23]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég kem hingað til að gera grein fyrir atkvæðagreiðslu okkar en við í þingflokki Miðflokksins getum ekki stutt þetta mál núna vegna nokkurra þátta og munum sitja hjá. Mig langar sérstaklega að benda á kostnaðarþáttinn í þessu frumvarpi en ekki var tekið tillit til umsagnar Barnaverndarstofu þar sem bent var á að kostnaður vegna nýrra verkefna væri mjög vanáætlaður. Annað mætti nefna en ljóst var frá upphafi í rauninni að málið væri ekki tilbúið og alls ekki tilbúið til úttektar enda hefur það nú þegar verið kallað inn í nefnd. Frekari annmarka má finna í minnihlutaáliti nefndarinnar sem við styðjum enda er það álit til bóta.