151. löggjafarþing — 109. fundur,  8. júní 2021.

skýrsla um leghálsskimanir o.fl.

[13:59]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil taka heils hugar undir orð hv. þm. Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur um að við fáum umræðu um téða skýrslu í þingsal áður en vorþingi lýkur, ekki síst vegna þess að í skýrslubeiðninni var sérstaklega óskað eftir því að samráð yrði haft við alla þingflokka um hvaða sérfræðingar utan stjórnkerfisins yrðu fengnir til þess að skrifa umrædda skýrslu. Ekki var orðið við því þrátt fyrir samþykki Alþingis og að engar athugasemdir væru við það sem stóð í þeirri skýrslubeiðni. Ég held að það sé algjörlega nauðsynlegt að þessi skýrsla detti ekki bara ofan í skúffu hjá forseta heldur komi hér inn í þingið í umræðu fyrir allra augum. Það er mjög brýnt.