151. löggjafarþing — 109. fundur,  8. júní 2021.

fjöleignarhús.

748. mál
[14:21]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það skorti hvorki tíma né vilja. Eins og fram kemur í nefndarálitinu reyndum við að kanna hvernig unnt væri að breyta þessu eftir gagnrýni sem kom frá Öryrkjabandalaginu. Í nefndarálitinu segir, með leyfi forseta:

„Slík breytingartillaga myndi fela í sér einhliða heimild eins íbúa fjöleignarhúss til að taka yfir eignarhluta annars íbúa.“

Þetta er álitaefni og flókið á sviði eignarréttar og það er ekki hægt að breyta þessu bara í þessu frumvarpi. Það hefði þurft nánari skoðun. Það eru byggingarreglugerðir og fleiri lög sem þarf að skoða, en við beinum því til ráðuneytisins að láta kanna þetta. Það var vilji fyrir því þar þegar ég leitaði eftir því.