151. löggjafarþing — 109. fundur,  8. júní 2021.

atvinnuleysistryggingar og greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs.

775. mál
[16:33]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Svo að ég byrji á því fyrra, og ég vona að mér gefist tími til að svara báðum, hef ég áhyggjur af því að vinnuveitendur séu að segja upp fólki og ráða nýja í því skjóli að þetta séu annars konar störf eða eitthvað þess háttar. Mestar áhyggjur hef ég þó, hv. þingmaður, af því að ríkið fari fram með þetta vonda fordæmi. Við heyrðum af því að opinber heilbrigðisstofnun á Suðurlandi hafi sagt upp öllu starfsfólki sínu sem sinnti þrifum til að gera samning við starfsmannaleigu sem annast þrif og er þá með ýmsa verktaka sem taka að sér þrif, verktaka sem búa ekki á staðnum heldur koma keyrandi frá öðrum stöðum einu sinni í viku til að þrífa svæðið. Þetta finnst mér (Forseti hringir.) einstaklega óheppilegt af opinberri stofnun á tímum eins og þessum. En ég svara seinni spurningunni á eftir.