151. löggjafarþing — 109. fundur,  8. júní 2021.

atvinnuleysistryggingar og greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs.

775. mál
[16:36]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi mismunun, íþróttafélög annars vegar og svo KFUM og ungmennafélögin hins vegar, var heilmikið um það rætt í nefndinni fyrir áramót, man ég. Þá var rætt að þessi félagasamtök myndu lúta því kerfi sem var í smíðum hjá hæstv. menntamálaráðherra, að ungmennafélögin og slíkur félagsskapur færi þangað inn. Seinna þegar ég spurðist fyrir um þetta mál, t.d. er varðar skólabúðir, frábærar skólabúðir sem eru starfræktar að Reykjum í Hrútafirði, komu þau einmitt að lokuðum dyrum hvað þetta varðar. Þarna var mikið tekjufall en vegna þess að ekki var um að ræða algera lokun á starfsemi var ekki stuðning þar að fá. Það sem íþróttafélögin þurftu að þola á sínum tíma og þurfi vonandi aldrei aftur var að það var fyrirskipuð alger lokun. Enginn þátttaka mátti eiga sér stað þar innan húss en áfram var fólk (Forseti hringir.) á samningum til eins eða tveggja ára, sumir á lengri samningum. Þess vegna var það svo.

Einyrkjarnir, (Forseti hringir.) já, það hefur verið algjört ófremdarástand á þeim vettvangi.