151. löggjafarþing — 110. fundur,  9. júní 2021.

almenn hegningarlög.

550. mál
[16:40]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég ætla að gera athugasemd við það umhverfi sem við þingmenn búum við akkúrat núna. Klukkan í púltinu virkar ekki, netið sem sýnir okkur hverjir eru á mælendaskrá virkar ekki, það er ekki hægt að ná í gögn og það er ekkert hægt að prenta út. Þetta sýnir hvað við erum orðin háð tækninni hérna. Ég óska eftir því að fundi verði frestað þannig að menn geti fylgst almennilega með hvernig mælendaskráin gengur, hvar þeir eru í röðinni, geti prentað út gögn og náð sér í upplýsingar. Ég er búinn að óska eftir því að þetta verði gert og vil brýna forsetann með það að við gerum nú hlé á þingfundi meðan fundin er lausn á þessari tæknibilun sem virðist vera. Við þingmenn erum orðnir svo góðu vanir að við höfum ekki þær bækur sem þarf til að fletta upp eins og menn höfðu í gamla daga.