151. löggjafarþing — 110. fundur,  9. júní 2021.

almenn hegningarlög.

550. mál
[16:45]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kem hérna upp líka eins og aðrir þingmenn til að fara fram á að það verði gert hlé á þingfundi á meðan þessum málum er kippt í lag. Þó að ég sé nú mjög forn í hugsun og elski allt sem gamalt er þá er maður ansi háður netinu þó að það sé bóla [Hlátur í þingsal.] og óska eftir því að þessu verði kippt í lag. Ég vil líka árétta það sem hv. þm. Anna Kolbrún Árnadóttir kom inn á með breytingartillögu sem hún var með um æskulýðsmál sem ég veit að þingheimur var meira og minna mjög áhugasamur um að styðja. En vegna þess að töflur hér í hliðarsölum voru bilaðar þá fór atkvæðagreiðslan svolítið út um víðan völl. Ef það yrði leiðrétt er ég alveg viss um að sú breytingartillaga hefði verið samþykkt þannig að ég bið um að það verði líka skoðað mjög alvarlega.