151. löggjafarþing — 110. fundur,  9. júní 2021.

almenn hegningarlög.

550. mál
[16:47]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Við sem erum alin upp við grútartírur og handsnúna grammófóna látum okkur ekki bregða við margt tæknilega séð. Ég tek undir aðdáun á forseta fyrir að halda ró sinni við þessar kringumstæður og hafa góða reglu á fundinum þrátt fyrir þá tæknilegu örðugleika sem hér eru. En að því slepptu þá getum við náttúrlega ekki haldið áfram fundi án þess að hafa aðgang að mælendaskrá, án þess að hafa aðgang að upplýsingum á netinu og ýmislegt sem við þurfum að vera í snertingu við. Ég fer þess á leit við hæstv. forseta að hann fresti nú fundi um hríð á meðan menn reyna að komast til botns í þessu. Ég hef haft spurnir af því að þetta netleysi er líka hérna handan við Austurvöll þannig að það virðist sem kerfi Alþingis sé alla vega tímabundið hrunið og ég fer þess á leit við forseta að hann fresti fundi nú um hríð og við finnum út úr þessu vandamáli.