151. löggjafarþing — 110. fundur,  9. júní 2021.

almenn hegningarlög.

550. mál
[16:59]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mig langar bara til að nefna tvennt. Annars vegar sýnist mér að vefurinn sé kominn í lag og mælendaskráin líka þannig að það sem ég hafði mest út á að setja er ekki lengur vandamál. Hins vegar langar mig að nefna, úr því að það voru nokkrir sem töluðu á annan veg, að það er ekki svo að þetta sé tæknibilun sem verði til þess að öll störf þingsins falli niður. En þegar við reiðum okkur jafn mikið á tæknina og raun ber vitni þá verðum við að taka tillit til bilana sem verða. Þess vegna er ég mjög þakklátur hæstv. forseta fyrir að taka vel í að gera smáhlé. Ég held að það sé ágætt að taka stutt hlé til að búa til smásvigrúm til að leysa úr síðustu flækjunum. En við verðum að taka það alvarlega þegar bilanir eiga sér stað og þá er rétt að við hinkrum aðeins og vinnum úr málum. Það er ekki til þess að reyna að tefja hlutina heldur verðum við að geta unnið vel. En mér sýnist sem sagt að hlutirnir séu komnir í lag, fyrir utan klukkuna.