151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

slysatryggingar almannatrygginga.

424. mál
[15:39]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Það er rétt, sem flutningsmaður tillögunnar segir, að slökkviliðsmenn eru í hópi fjölmargra starfsmanna sem búa við vinnuaðstæður sem geta leitt til sjúkdóma. En í þessu ákvæði í 5. gr. er einfaldlega sagt, með leyfi forseta:

„Ráðherra skal í reglugerð kveða nánar á um hvaða atvinnusjúkdómar teljast bótaskyldir.“

Það gengur ekki að nefna bara eina stétt þegar við erum með fjölmargar stéttir sem búa við sambærilegar aðstæður. Það var fjallað um sjúkraflutningamenn, talað er um það í nefndaráliti. En við getum ekki tekið eina stétt inn í lögin og skilið allar aðrar stéttir eftir fyrir reglugerð ráðherra. Ég segi því nei.