151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

barnaverndarlög.

731. mál
[15:47]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er gott mál. Mér þykir sérstaklega gott að það er einmitt verið að stækka umdæmin og gera nefndirnar sjálfar faglegri. Hafandi starfað í málaflokknum hef ég fundið hversu ólík málsmeðferð getur verið á milli sveitarfélaga í svona mikilvægum og ofboðslega viðkvæmum málum. Það er auðvitað ótækt að ekki sé fullkomið jafnræði á milli sveitarfélaga og í meðferð gagnvart börnum og barnafjölskyldum þannig að ég tel að það sé algjörlega til hagsbóta að stækka umdæmin og hafa meiri fagmennsku í þessum nefndum.