151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

Hálendisþjóðgarður.

369. mál
[20:58]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þetta er ótrúlega furðuleg útför þessa mikla baráttumáls Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Auðvitað var virkilega leitt að þetta fór svona, sérstaklega með hliðsjón af því að þetta mál var í stjórnarsáttmála. Þetta mál er eitt af þeim málum sem tekin voru af stuðningsmönnum þessarar ríkisstjórnar til réttlætingar á því að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf, að það myndi þýða hálendisþjóðgarð. Þannig fór um sjóferð þá. Ég held að þetta sýni bara að það þýðir ekkert að semja við Sjálfstæðisflokkinn. Hann stendur bara ekkert við gefna samninga, það er á hreinu. Það sést á þessu máli, það sést á afglæpavæðingunni, það sést á hverju málinu á fætur öðru, (HallM: Stjórnarskránni.) stjórnarskránni, sem fólkið sem vinnur með Sjálfstæðisflokknum þarf að sætta sig við að sé svikið.