151. löggjafarþing — 114. fundur,  12. júní 2021.

hagsmunafulltrúar aldraðra.

109. mál
[23:14]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að lengja umræðuna hér í kvöld en ég get ekki orða bundist. Ég get ekki annað en komið hingað upp til að þakka hv. velferðarnefnd fyrir þann áfanga sem við náum nú í þágu eldra fólks. Ég er ofurþakklát fyrir það að málið sé komið á þennan rekspöl og ég hef fulla trú á því að við eigum eftir að sjá hagsmunafulltrúa eldra fólks verða að raunveruleika innan tíðar. Flokkur fólksins hefur mælt fyrir máli um hagsmunafulltrúa aldraðra frá því að við komum á þing og ég mælti fyrir þessu máli 26. nóvember sl.

Virðulegi forseti. Við erum þakklát velferðarnefnd og þakklát þinginu fyrir að taka svona fallega utan um þetta mál. Þetta er gott mál.