151. löggjafarþing — 114. fundur,  13. júní 2021.

félög til almannaheilla.

603. mál
[00:09]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Það er mikið gleðiefni að þetta mál komist loksins út og klárist. Þetta hefur verið erfið fæðing, enda svolítið flókið mál og hefur tekið nokkrar tilraunir. Lendingin sem við náðum í nefndinni er mjög góð og tekur á flestum vandamálunum en ég vil þó minnast á að það er enn þá smá spurning varðandi þau félög sem hafa fyrst og fremst meðlimi sem eru undir lögaldri. Ég vænti þess að það verði ekki vandamál en ég beini því til þeirra sem hafa það hlutverk að framfylgja þessum lögum að reyna að sýna ákveðna lipurð og svoleiðis gagnvart þessum hópi vegna þess að þetta er flókið og engin auðveld leið til að leysa þetta. En þetta er gott mál og það gleður mig að það sé komið í gegn.

(Forseti (SJS): Atkvæðagreiðslan er nú ekki búin, við skulum sjá til.)