151. löggjafarþing — 114. fundur,  13. júní 2021.

hagsmunafulltrúar aldraðra.

109. mál
[00:44]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kem bara hingað til að segja að ég er auðmjúk og virkilega þakklát fyrir að þetta góða mál sé komið hingað inn. Ég þakka hv. velferðarnefnd fyrir að hafa tekið vel utan um það. Ég segi bara: Til hamingju, eldri borgarar, þið eigið stundum vini hér á þinginu og ég sé að það sýnir sig akkúrat núna. Þetta er ofboðslega stórt og fallegt skref sem við erum að stíga í þágu eldra fólks sem fer ört fjölgandi, eins og við vitum, og þarf virkilega á því að halda að við tökum utan um það eins og við erum að gera núna til þess að aðstoða það við að glíma við stjórnsýslukerfið og regluverkið sem er mörgum um megn.