152. löggjafarþing — -1. fundur,  23. nóv. 2021.

varamenn.

[14:28]
Horfa

Aldursforseti (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir):

Borist hefur bréf frá hv. 3. þm. Norðaust., Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, um að hún verði fjarverandi á næstunni í opinberum erindum. Í dag tekur því sæti á Alþingi 2. varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, Kári Gautason. 1. varamaður á lista hefur boðað forföll. Kári hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi en undirritun drengskaparheits er frestað.

Þá hefur borist bréf frá hv. 7. þm. Norðaust., Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, um að hann verði fjarverandi á næstunni í opinberum erindum. Í dag tekur því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi, Anna Kolbrún Árnadóttir. Hún hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á Alþingi.

Einnig hefur borist bréf frá formanni þingflokks Pírata um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 7. þm. Suðvest., verði fjarverandi á næstunni í opinberum erindum. Í dag tekur því sæti á Alþingi 2. varamaður á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi, Indriði Ingi Stefánsson. Indriði Ingi hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi en undirritun drengskaparheits er frestað.

Loks hefur borist bréf frá varaformanni þingflokks Viðreisnar um að hv. 8. þm. Reykv. s., Hanna Katrín Friðriksson, verði fjarverandi á næstunni í opinberum erindum. Því er óskað eftir því að í dag taki María Rut Kristinsdóttir sæti á Alþingi en hún er 2. varamaður á lista Viðreisnar í kjördæminu. 1. varamaður á lista í kjördæminu hefur boðað forföll. María Rut hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi en undirritun drengskaparheits er frestað.