152. löggjafarþing — þingsetningarfundur

rannsókn kjörbréfa.

[21:11]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Í þessari atkvæðagreiðslu greiðum við atkvæði um tillögu hv. þm. Björns Levís Gunnarssonar sem hefur þá afleiðingu að ekkert kjörbréf yrði samþykkt hér í kvöld og efnt yrði til kosninga um allt land. Ég tel að það séu engar lagalegar eða efnislegar forsendur til að styðja þessa tillögu. Ég hef efasemdir um að hún standist miðað við ákvæði kosningalaganna um verkefni okkar hér í dag þannig að ég mun greiða atkvæði gegn þessari tillögu.