152. löggjafarþing — 4. fundur,  3. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[21:16]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (andsvar):

Herra forseti. Aftur var svarið áhugavert. Ég þakka þingmanninum kærlega fyrir. Mér finnst sérstaklega áhugavert að heyra að það geti verið réttlætanlegt í huga þingmannsins að skipta ráðuneytum upp einfaldlega af pólitískt praktískum ástæðum. Ég velti fyrir mér hvort þingmaðurinn sé þá t.d. andvíg tillögum og hugmyndum um að takmarka varanlega fjölda ráðuneyta eða hvort það sé endanlegur fjöldi ráðuneyta sem kæmi til greina að væri í boði. En ég hef sérstakan áhuga á afstöðu þingmannsins til þessarar dreifingar verkefna á milli ráðuneyta sem eru ólík og breytast svona í skyndi. Er þetta ásættanlegt af pólitískt praktískum ástæðum?