152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

leiðrétting á kjörum öryrkja.

[13:08]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Hefst nú sami söngurinn um að endurskoða kerfið. Auðvitað er það nauðsynlegt en það er býsna ómanneskjulegt að láta fólk bíða árum saman eftir þessari endurskoðun, fólkið borðar ekki þetta samráð og býr ekki heldur í því. Ég var ekkert að halda því fram hér, herra forseti, að staðan á ríkissjóði væri góð. Ég er miklu frekar að spyrja: Er hún nógu slæm til að skilja þessa hópa enn og aftur eftir? Þess vegna hlýt ég bara að endurtaka spurninguna til hæstv. forsætisráðherra: Er hún sammála mér um að þessi aukning geri lítið sem ekkert til að bæta kjörin og er hún sammála mér um að kjaragliðnun muni halda áfram? Já eða nei.