152. löggjafarþing — 7. fundur,  8. des. 2021.

velferð dýra.

15. mál
[19:13]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Það sem kom fram í myndbandinu sem er talað um í greinargerðinni held ég að sé skýrt brot á lögum um velferð dýra. Mér heyrist allir vera sammála um það, alveg frá hrossabændum sjálfum yfir til Ísteka, yfir til eftirlitsaðila og allra. Ég vona að þingmaðurinn fyrirgefi mér stríðnina. Ég held að hvorugt okkar haldi að þetta sé skýrt brot á dýravelferðarlögum, vegna þess að þetta frumvarp snýst um að gera þetta skýrt brot á dýravelferðarlögum. Ef það væri skýrt þá þyrfti ekki þetta frumvarp. Það stendur í frumvarpinu að það að taka blóð úr fylfullum hryssum verði ólöglegt. Þess vegna þurfum við einhverja breytingu á lögum, vegna þess að ég held að aðgerðin sem slík sé ekki í sjálfu sér augljóslega brot á lögum. Ég held að hv. þingmaður sé mér sammála, að þess vegna sé frumvarpið fram komið.