152. löggjafarþing — 7. fundur,  8. des. 2021.

velferð dýra.

15. mál
[19:16]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Fyrst ætla ég nú bara að fagna því að hv. þingmaður sé að komast á grænkeravagninn á endanum.(Gripið fram í.) Þar held ég að sé gott að vera.

Varðandi það hvort þetta sé brot á lögum um dýravelferð þá vitna ég bara í greinargerðina, með leyfi forseta:

„Ljóst er að gildandi réttur er langt frá því að vernda fylfullar merar gegn […] blóðmerahaldi.“

Þetta er ekki nógu skýrt brot á gildandi rétti. Þess vegna þarf þetta frumvarp. Ég held að það sé bara mergurinn málsins.