152. löggjafarþing — 7. fundur,  8. des. 2021.

velferð dýra.

15. mál
[19:42]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta eru lögfræðilegar spurningar og nú er ég ekki lögfræðingur eins og sá sem var í ræðustól á undan mér, hv. þm. Eyjólfur Ármannsson Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þessu. En stutta svarið myndi ég telja vera, og það er bara það sem ég tel, að það endurspeglist í því sem ég sagði áðan, að áhrifin af því að taka blóð úr hryssunni á þessum tíma virðist hafa óveruleg áhrif á líf hennar og líf þess sem hún er að fóðra, þ.e. folaldsins. Væntanlega, ég dreg þá ályktun að svo sé. Mér finnst það að mörgu leyti nokkuð líklegt að þannig sé þetta. Hryssunni er það eðlislægt, og það er öllum spendýrum eða húsdýrum sem við þekkjum til og við þekkjum líka villt spendýr, að eiga eitt til tvö afkvæmi á hverju ári. Sennilega er það vegna þess, hv. þingmaður, að blóðtakan sem slík hefur líklega afskaplega lítil áhrif á líf hennar og maður hefur heyrt af því að t.d. í þriðja skipti sem tekið er blóð framleiðir hryssan enn meira. Þetta eru svör þeirra vísindamannanna sem vinna að þessu verkefni.