152. löggjafarþing — 9. fundur,  13. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum.

151. mál
[17:54]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég saknaði þess þó að fá svar við spurningunni sem ég beindi til hans um hvaða gögn og upplýsingar lægju að baki þeirri fullyrðingu að engir meinbugir hefðu fundist á þessari framkvæmd. Og svo langar mig líka til að beina einni spurningu í viðbót til hæstv. ráðherra: Ef þetta á að vera til bráðabirgða, hvers vegna er þá lagt til að þetta sé til þriggja ára núna en ekki raunverulega til bráðabirgða? Þá gæti þinginu, þegar betra ráðrúm gefst til, gefist tími til að til þess að fara nánar yfir það hvort þetta sé fyrirkomulag sem við viljum hreinlega hafa til frambúðar og þá með hvaða hætti.